Hannaðu þinn eiginn pakka

Þegar þú hefur stofnað aðgang hjá okkur getur þú sett saman þinn pakka, allt eftir þörfum fjölskyldunnar. Þú velur uppskriftir í Klassíska pakkanum þar sem valið stendur á milli tólf mismunandi uppskrifta og þú getur valið frá tveimur upp í allt að fimm rétti í pakkann þinn fyrir tvo, þrjá eða fjóra.
Í hverri viku bjóðum við einnig upp á girnilegan Lágkolvetna pakka og Vegan pakka.

Þú sækir eða færð heimsent

Þú getur fengið Klassíska pakkann, Lágkolvetna pakkann og  
Vegan pakkann 
sendan heim til þín á mánudögum eða þriðjudögum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjunum. Matarpakki sem er sendur  landsbyggðina er kominn á afhendingarstað á þriðjudegi og þú sækir hann þangað. Við bjóðum upp á flutning í öll helstu bæjarfélög á landsbyggðinni gegn vægu gjaldi. Heimkeyrsla kostar 490 kr og flutningur á afhendingarstaði okkar á landsbyggðinni kostar 890 kr.

Skráðu þig í áskrift

Ef þú ert í áskrift hjá okkur er engin hætta á að þú gleymir að panta og þú færð nýja rétti í hverri viku. Endilega komdu í áskrift hjá okkur svo við getum eldað saman í hverri viku! Öll breyting á áskrift fer fram inn á þínum aðgangi en þar getur þú sagt áskriftinni upp eða sett hana í pásur hvenær sem er.