Skilmálar

Skilmálar

Söluaðili er Einn tveir og elda ehf, kt. 711017-0700, Eyrartröð 2A, Hafnarfirði. 

Söluaðili  áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

Afhending vöru

Allar pantanir á Klassíska pakkanum og Lágkolvetna pakkanum eru afgreiddar í vikunni á eftir og fer afhending fram á mánudögum og þriðjudögum. Ef matarpakkar klárast verður haft samband við þig. Pantanir er hægt að sækja á valda afhendingarstaði á landsbyggðinni og opnunartíma þeirra. Einnig er hægt að sækja til okkar ef sá afhendingarmáti er valinn. ETE ehf. áskilur sér rétt til að
breyta afhendingartíma ef veðurfar leyfir ekki afhendingu á tilteknum tíma. Flutningur á landsbyggðina er á ábyrgð flutningsaðilans þegar pakkinn hefur farið frá okkur. 

ÁskriftÞegar þú pantar hjá okkur fyrsta pakkann þá hakar þú við að þú viljir vera í áskrift hjá okkur. Þegar áskrift er valin verður upphæð pöntunar gjaldfærð af kortinu þínu. 
Þegar pöntunarfrestur rennur út er gjaldfært af kortinu. Ef ekki fæst heimild verður pöntunin ekki afgreidd.

Verð á vöru og sendingarkostnaður 
Öll verð í vefverslun eru með inniföldum 11% vsk en sendingakostnaður bætist síðan við áður en greiðsla fer fram, ef heimsending er valin. Ekkert aukalegt gjald er tekið ef valið er að sækja pöntun til okkar en flutningsgjald er tekið ef sent er á landsbyggðina.

Að skipta og skila vöru Ekki er hægt að skipta eða skila pöntunum. Ekki er hægt að breyta pöntun þegar pöntunarfrestur hefur runnið út.

Innihald vara 
ETE ehf. áskilur sér rétt til að breyta innihaldi uppskriftar ef upp kemur sú staða að hráefni eru ekki fáanleg. Ef matarpakki er að einhverju leyti vitlaus miðað við pöntun kaupanda skal kaupandi hafa samband við söluaðila. ETE ehf. miðar að því að hægt sé að neyta vörunnar innan virku daga vikunnar í þeirri viku sem matarpakkinn afhendist, þó getur verið að gildistími kjöts, kjúklings og fisks sé lengri en þessi tímarammi og er þá hægt að miða við þann tíma.

Uppsögn á áskriftTil að segja upp áskrift skráir þú þig inn áður en pöntunarfresturinn rennur úr. Ef það er ekki gert fæst sú færsla ekki endurgreidd.

Breyting á pöntunEf pöntunin á sér stað er ekki hægt að breyta pöntuninni ef að pöntunarfresturinn hefur runnið út.

Heimsending og afhending matarpakkaÍ pöntunarferlinu skrifar þú athugasemdir um hvar þú vilt að við skiljum pakkann eftir ef þú ert ekki heima. Þú gætir óskað eftir því að pakkinn sé skilinn eftir fyrir utan húsið,
í garðinnum, hjá nágrannanum eða hvað sem hentar þér best. Ef ekkert er tekið fram er pakkinn skilinn eftir í anddyri/stigagangi ef um ólæst fjölbýlishús er að ræða, eða fyrir utan
dyrnar.  Ef að pöntunarfrestur er runninn út er ekki hægt að breyta heimsendingu. Einungis er hægt að fá afhent á þann stað sem getið er til um við pöntun.

Veður
Ef veðurfar leyfir ekki matarafhentingu verðum við að breyta afhendingartíma okkar. Við munum engu að síður gera okkar allra best við að afhenda matarpakkana sem allra fyrst.

Breyting á innihaldiKomið getur upp sú staða að breyta verður innihaldi uppskriftar og sé hún þá frábrugiðn því sem auglýst var á heimasíðunni. Við reynum að sporna við því en ástæðurnar geta verið margvíslegar eins og ef hráefni er ekki til hjá byrgja. Við munum reyna að gera okkar allra besta til að fá sambærilegt hráefni.

Trúnaður  
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Lög og varnarþing 
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness